Tóverið Tumsa í Aðaldal, Norðurhlíð, 641 Húsavík, sími 4643550, gsm 8642573,
netfang: tumsa@klaki.net

Tóverið Tumsa er vinnustofa sem Elín Kjartansdóttir hefur komið sér upp í gömlu fjósi. Þar sankar hún að sér náttúrulegu efni eins og til dæmis dýrahári af öllu tagi, leðri, mokkaskinni, refaskinni, trjágreinum, grjóti, hornum og beinum. Einnig getur verið nýtilegt ýmiskonar "rusl", svo sem aflóga flíkur, tuskur, rúllubaggaplast, dagblöð, glerbrot og ryðgaður gaddavír. Þetta er ekki tæmandi upptalning, því fátt er útilokað fyrirfram nema ef til vill keypt hráefni sem lítið reynir á hugmyndaflugið. Úr þessu gæti orðið kort, motta, skál, trefill, gluggatjald, tala eða lampaskermur. Eða eitthvað allt annað.
Elín hefur haldið sýningar í Vín í Eyjafirði, að Ýdölum og Rauðuskriðu í Aðaldal, Hlaðvarpanum í Reykjavík, á Punktinum á Akureyri og í Tjöruhúsinu á Ísafirði, tekið þátt í samsýningum í Svíþjóð og með Nytjalist á Akureyri og verið með á handverkssýningum á Húsavík, í Perlunni og á Hrafnagili. Á síðasttalda staðnum hefur hún fengið viðurkenningar oftar en einu sinni fyrir gott handverk.
Elín hefur ekki stundað hefðbundið listnám, en sótt námskeið af ýmsum toga, meðal annars í beinavinnu, vefnaði, glervinnu og spuna. Nú nýlega gekk Elín til liðs við handverkshópinn Kaðlín á Húsavík, svo að hér eftir verður hægt að nálgast flestar vörur hennar þar, en einnig má hafa samband við hana beint, til dæmis ef um er að ræða einhverskonar sérpantanir.
Á síðunni er einnig að finna upplýsingar um handverk móður Elínar, Hlífar Einarsdóttur.

Spuni
Ull
Hrosshár
Hundshár
Annað

Vefnaður
Mottur
Gluggatjöld
Beinavefur
Annað

Horn og bein
Beinavefur
Spænir
Tölur
Annað

Gler
Skermar
Pappír
Refaskinn

Hlíf Einarsdóttir